Styrkjaryfirlit yfir styrki sem frumkvöðlar og sprotafyrirtæki geta sótt um. Styrkirnir eru allt frá 100þús. upp í 70 milljónir og á mismunandi sviðum.
Fyrir einstaklinga og fyrirtæki yngri en 5 ára. Veittur er styrkur vegna verkefna á hugmyndastigi eða frumstigi sem og vegna forkönnunar á þróunarsamvinnuverkefni. Hentar vel fyrir þá sem eru að fyrstu stigum.
EFLA veitir styrki til uppbyggjandi og jákvæðra verkefna, sem nýtast samfélaginu. Markmiðið með styrkjunum er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir frumkvöðla og sprotafyrirtæki sem styðja við þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hefur valið að leggja sérstaka áherslu á: menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og aðgerðir í loftlagsmálum.
Askur mannvirkjarannsóknasjóður veitir styrki til nýsköpunar – og mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar. Opnað er fyrir umsóknir í lok september ár hvert.
Styður við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Sjóðurinn styður verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og leggur sérstaka áherslu á verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélög fyrirtækisins.
Markaðsstyrkur fyrir lítil og meðalstór sem verja að lágmarki 10% af rekstrargjöldum til rannsókna- eða þróunarstarfs. Hægt að sækja um styrk fyrir markaðsþróun eða markaðssókn.
Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til hreyfingu og hollustu barna og/eða uppbyggingar í samfélaginu, t.d. á sviði menningar og lista eða menntunar.
Nýsköpunarsjóður sem styður við frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Áhersla er lögð á verkefni sem taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu.
Sjóðurinn styrkir almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis og orkumála. Styrkir eru veittir til námsmanna og rannsóknaverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.
Styrkir þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla lögð á nýsköpun, sjálfbærni og verðmætasköpun.
Sjóðurinn sem er á vegum Rannís styður við þróun og nýjungar í skólastarfi fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámsskrá.
Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni. Hámarksstyrkur er 4 milljónir og styrkur vegna viðskiptaáætlunar er 600 þúsund. Aðilar sem fá styrk vegna viðskiptaáætlunar fá aðgang að tveggja vikna hraðli á vegum Senze og í lok hraðals vinnur besta viðskiptaáætlunin auka 1.000.000 kr.
Styrkjum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarasvæðisins. Áhersla er á að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem og stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi.
Styrkir til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Veittir til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins.
Styrkir annars vegar nýsköpunarverkefni sem skila samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar kynningar og fræðsluverkefni sem eru til þess fallin að virkja almenning og atvinnulíf til aðgerða.
Borgarsjóður veitir styrki til félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til starfsemi og verkefna í samræmi við stefnumörkun og áherslur borgaryfirvalda.
Uppbyggingasjóður styrkir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Einn styrktarsjóður fyrir hvern landshluta. Umsóknarfrestur mismunandi milli landshluta.
Hámar 50% af heildarkostnaði
Landsbyggðin
Hámark 2,5 millj.
Umsóknarfrestur
Yfirlit yfir styrki og sjóði sem tengjast ráðuneytunum má finna hér og listi yfir fjölda annarra menningarstyrkja má finna hér.
Nokkrar ráðleggingar
Kynntu þér markmið og áherslur sjóðsins vel. Forðastu að eyða orku í umsóknir sem sjóðurinn hefur ekki áhuga á að styrkja. Passa að umsóknin uppfylli allar kröfur og reglur. Það er óþarfi að eyða tíma í góða umsókn ef hún fellur svo á einfaldri formkröfu. Ekki senda sömu umsókn á marga sjóði, aðlagaðu umsókn að áherslum viðkomandi sjóðs. Það fer mikill tími í vandaða umsókn svo byrjaðu snemma.
Aðstoð við styrkumsóknir
Aðilar sem veita aðstoð við styrkumsóknir og staðir þar sem hægt er að sækja sér ráðleggingar eða fræðslu.
Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi er hluti af þjónustu Rannís og veitir ókeypis sérsniðna aðstoð til lítilla og meðalstórra fyrirtækja varðandi kortlagningu styrkja ESB og aðstoð við fjárfestakynningar.
Landshlutasamtök á landsbyggðinni veita ráðgjöf til frumkvöðla og sprotafyrirtækja, utan höfuðborgarsvæðisins, vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð og aðra styrktarsjóði.
Matís aðstoðar við styrkumsóknarskrif tengt matvælaframleiðslu. Slíkar styrkumsóknir geta verið í samstarfi við matís sem "partner" eða hægt að fá aðstoð gegn gjaldi.
Dafna, í samstarfi við Tækniþróunarsjóð, eru vinnustofur og mentoraprógram fyrir þau sem hafa fengið úthlutað styrk í flokki Sprota eða Vexti frá Tækniþróunarsjóði. Vinnustofurnar eru haldnar tvisvar í mánuði yfir 4 mánaða tímabil. Mentorarnir eru frá mentoraþjónustu KLAK VMS. Prógramið er einungis í boði fyrir þá sem hafa fengið úthlutað styrk, Sprota eða Vöxt, hjá Tækniþróunarsjóði.