Um Skapa.is
Skapa.is er nýsköpunargátt, upplýsingaveita og fræðsluvefur fyrir frumkvöðla og aðra aðila sem eru að stíga sín fyrstu skref í nýsköpunarumhverfinu. Nýsköpunargáttin er hugsuð sem stuðningur fyrir nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Með kortlagningu stuðningsumhverfi nýsköpunar hér á landi er öllum helstu upplýsingum safnað á einn stað.
Vefsíðan er opin öllum og gjaldfrjáls. Fræðslan á síðunni er ætlað að vera opið tækifæri fyrir alla til að fræðast um nýsköpun og fá stuðning til að taka hugmyndir sínar áfram. Vefsíðan fór af stað í upphafi árs 2023 og er stofnuð af Ólafi Erni. Verkefnið er stutt af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.
Ég stofnaði Skapa.is eftir að hafa sjálfur haldið utan um lista af mögulegum stuðningi fyrir eigið nýsköpunarfyrirtæki, líkt og styrki, fjárfestingasjóði og viðskiptahraðla. Ég tók svo eftir að aðrir frumkvöðlar voru að gera það sama, allir í sínu horni. Ég ákvað því að kortleggja nýsköpunarumhverfið hér á landi og smíða kringum það upplýsingaveitu og fræðsluvef til að styðja við frumkvöðla og sprotafyrirtæki og ýta undir verðmætasköpun í landinu.
Það er von mín að nýsköpunargáttin hjálpi þér og öðrum að feta nýsköpunarlandslagið á Íslandi og láta hugmyndir ykkur verða að veruleika. Þú getur sent mér skilaboð í gegnum þetta form eða með tölvupósti á netfangið skapa@skapa.is.