Setur
Upplýsingar um nýsköpunarsetur og aðra aðstöðu fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Setur á höfuðborgarsvæðinu
Nýsköpunarsetur, tæknisetur, tilraunaeldhús og önnur aðstaða sem er sérstaklega hugsuð fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á höfuðborgarasvæðinu:
Eldstæðið er atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur sem byggir á deilihagkerfinu. Um er að ræða fullvottað eldhús með öllum helstu tækjum og tólum til matvælaframleiðslu, kæli- og þurrlager, ásamt skrifstofu- og fundaraðstöðu og samfélag matvæla unnenda.
Gróðurhúsið er sprotasetur á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi. Sprotasetrið hýsir samfélag sem hefur að markmiði að efla íslenska nýsköpun með því að hýsa og tengja sprotafyrirtæki í mismunandi atvinnugreinum saman á einni hæð. Í setrinu er staðsett fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki ásamt Fjártækniklasanum.
Sköpunarsetur, staðsett í Tryggvagötu, fyrir einstaklinga og fyrirtæki með lokuðu og opnu vinnurýmum. Áhersla setursins er á skapandi greinar og hýsir frumkvöðla, listamenn og hönnuði. Á staðnum er m.a. fundarherbergi, podcast upptökustúdíó, prentsmiðja, smíðaverkstæði og ljósmyndastúdíó. Virkt samfélag er á staðnum þar sem meðlimir skipuleggja vinnusmiðjur, viðburði, tímarit, podcast o.fl.
Hús sjávarklasans er samfélag yfir 70 fyrirtækja og frumkvöðla í hafsækinni starfsemi. Þar eru fyrirtæki í fiskeldi, fisksölu, sjávarútvegstækni, hugbúnaði, hönnun, líftækni, snyrtivörum og ýmsu öðru. Hús sjávarklasans er samfélag þessara fyrirtækja og vettvangur fyrir þau að skapa saman ný verðmæti.
Matarsmiðja Matís er tilraunaeldhús þar sem hægt er að stunda vöruþróun og smáframleiðslu á matvælum. Aðstaða er fyrir fjölbreytta matvælavinnslu, þar sem notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi heilbrigðisyfirvalda.
Seres er nýsköpunar- og frumkvöðlasetur HR og er starfrækt í nýuppgerðu húsi við Braggann í Nauthólsvík. Þar má finna sérhannaða aðstöðu fyrir núverandi og útskrifaða HR-inga til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Þeir geta sótt um að fá vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar og fyrirlestra sérfræðinga úr háskólanum og atvinnulífinu í nýsköpunarferlinu. Pláss er fyrir allt að 25 manns.
Tæknisetur býður upp á sérhæfða aðstöðu, tæki og búnað fyrir frumkvöðla. Á Tæknisetri er stuðningur við hátækni frumkvöðla veittur með aðgangi að sérfræðingum og tæknilegum innviðum. Starfsemin byggir á áratuga reynslu á sviði efnistækni, mannvirkjarannsókna, lífvísinda og orkumála.
Fab Lab Reykjavík er stafræn smiðja og miðstöð fyrir skapandi fólk þar sem hægt er gera tilraunir, smíða frumgerðir, uppgötva nýjungar og mynda tengsl. Smiðjan býr yfir starfsfólki sem hefur greitt vegferð fjölda nýsköpunarhugmynda síðustu ár líkt og Sidewind og Surova. Áhersla er lögð á græna nýsköpun og sjálfbærnilausnir. Hægt er að sækja um þróunaraðstoð fyrir frumgerðir á fyrstu stigum tækniþróunarferilsins. Smiðjan er opin alla virka daga en best er að koma í sína fyrstu heimsókn á þriðjudegi, þá eru fleiri starfsmenn í húsi.
Setur á landsbyggðinni
Nýsköpunarsetur, vörusmiðjur, textíl lab og önnur aðstaða sem er sérstaklega hugsuð fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á landsbyggðinni:
Hraðið er miðstöð nýsköpunar og heimavöllur frumkvöðla, stofnana og fyrirtækja sem vinna að nýsköpun með einum eða öðrum hætti. Í Hraðinu er hvetjandi starfsumhverfi og fjöldi fundarrýma fyrir teymisvinnu, hugarflugsfundi, fjarfundi og upptökur. Fullbúin Fab Lab smiðja er á staðnum og notaleg kaffiaðstaða.
Hreiðrið frumkvöðlasetur á Höfn býðu upp á aðstöðu og stuðning við frumkvöðla í þekkingarsamfélaginu í Hornafirði. Tilgangur Hreiðursins er að auka þekkingu og vitund þeirra á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og markaðsmála og fjölga þannig vel skilgreindum og mótuðum verkefnum á svæðinu. Markmið setursins er jafnframt að gera frumkvöðla hæfari til þess að sækja sér fjármagn, hvort sem er í gegnum samkeppnis- og/eða vísisjóði, sem og aðrar fjármögnunarleiðir.
Í lífmassaveri Matís má finna tæknilega fullkominn vinnslubúnað sem hentar vel við þróun og framleiðslu á próteinum og olíum úr hliðarafurðum matvælavinnslu sem nýta má ýmist í fóðurgerð eða til manneldis og matvælagerðar. Lífmassaver Matís er staðsett á Neskaupsstað en hluti af því er færanlegt svo mögulegt er að flytja tækin hvert á land sem er. Slíkt er hugsað sem aukin þjónusta við innlenda matvælaframleiðendur út um allt land m.t.t. nýsköpunar og vöruþróunar.
Breið nýsköpunarsetur býður upp á samvinnu- og rannsóknarrými ásamt skrifstofum með aðgengi að góðum fundarherbergjum í lifandi samfélagi. Breið nýsköpunarsetur var áður fiskiðjuver en er í dag suðupottur frumkvöðla og nýsköpunar þar sem hugmyndir verða til. Nýsköpunarsetrið var stofnað af Breið þróunarfélagi sem hefur það að meginmarkmiði að byggja upp atvinnulíf og nýsköpun á Akranesi þar sem sjálfbærni, skapandi greinar og umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi.
Drift EA er hreyfiafl, nýsköpunarsetur og miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar, staðsett í hjarta Akureyrar. Drift býður upp á stuðning og þjónustu við frumkvöðla í formi fjármögnunar, aðstöðu og þekkingar. Hjá Drift geta frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki sótt um að komast í svokallaðan Hlunn (Incubator) og fengið stuðning til að þróa, prófa og vinna áfram að hugmyndinni. Drift leggur áherslu á matvælaframleiðslu, heilbrigðislausnir, lífefnaiðnað, hugbúnað fyrir sjávarútveg og grænar lausnir.
Hreiðrið er frumkvöðlasetur fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Suðurlandi. Tilgangur Hreiðursins er að auka þekkingu og vitund þeirra á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og markaðsmála og fjölga þannig vel skilgreindum og mótuðum verkefnum á svæðinu. Markmið setursins er jafnframt að gera frumkvöðla hæfari til þess að sækja sér fjármagn, hvort sem er í gegnum samkeppnis- og/eða vísisjóði, sem og aðrar fjármögnunarleiðir.
Kistan er atvinnu- og nýsköpunarsetur Langanesbyggðar. Markmið þess er að skapa samfélag stofnana, fyrirtækja og frumkvöðla undir einu þaki til að styðja við atvinnuþróun og nýsköpun. Kistan er staðsett í Kistufelli sem eitt sinn hýsti Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis, en þar má nú finna opið vinnurými og fundaraðstöðu.
Nýsköpunarsetur Dalabyggðar er staðsett í Búðardal þar sem má finna samvinnurými og fundarsali og er samstarfsverkefni Dalabyggðar og nokkurra fyrirtækja og stofnana. Aðstoð og ráðgjöf er í boði á svæðinu þar sem unnið er að því að styðja við nýsköpun, rannsóknir, styrktarumsóknir og vöruþróun.
Textílmiðstöð Íslands er rannsóknarsetur og textíl lab með rými sem er útbúið stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínyl prentara og skera. TextílLab býður upp á aðstöðu til nýsköpunar og þróunar á textíl í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfið. TextílLab er opið öllum og ekki þarf sérstaka reynslu eða fullkláraða verkefnahugmynd til að nýta sér aðstöðuna.
Frumkvöðlasetur erlendis
Nordic Innovation House er samstarf Íslandsstofu og hinna Norðurlandanna um að bjóða upp á nýsköpunarsetur víðsvegar um heiminn. Setrin halda viðburði, prógröm og styðja við tengslamyndun fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem vilja fara inn á nýjan markað.
Fab Lab út um allt land
Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. laserskeri, þrívíddarprentari, stafrænir fræsarar, stafræn útsaumavél, vínylskeri, hitapressari og litaprentari fyrir textíl.
Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Meðal annars má finna eftirfarandi tækjabúnað: Laserskera, vínylskera, ShopBot fræsivél, fínfræsivél, þrívíddarprentara og rafeindaverkstæði.
Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. laserskeri, þrívíddarprentari, fræisvél, vínylskeri, rafeindaverkstæði og keramikofn.
Fab Lab Reykjavík er stafræn smiðja og miðstöð fyrir skapandi fólk þar sem hægt er gera tilraunir, smíða frumgerðir, uppgötva nýjungar og mynda tengsl. Smiðjan býr yfir starfsfólki sem hefur greitt vegferð fjölda nýsköpunarhugmynda síðustu ár líkt og Sidewind og Surova. Áhersla er lögð á græna nýsköpun og sjálfbærnilausnir. Hægt er að sækja um þróunaraðstoð fyrir frumgerðir á fyrstu stigum tækniþróunarferilsins. Smiðjan er opin alla virka daga en best er að koma í sína fyrstu heimsókn á þriðjudegi, þá eru fleiri starfsmenn í húsi.
Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Sterkt tengslanet er meðal smiðja innanlands sem utan. Ýmis búnaður er til staðar m.a. geislaskerar, þrívíddarprentarar, stafrænir fræsarar, vínylskerar, saumavélar, rafeindasvæði og aðstaða til mótagerðar.
Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu.
Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. laserskeri, þrívíddarprentari, stafrænir fræsarar, pappírs- og vínylskeri.
Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. þrívíddarprentari, laserskurðvélar, ýmis rafeindartæki og fleira.
Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. þrívíddarprentari, stafrænir fræsarar, laserskurðvélar, vínylskerar og pólyhúðunurbekkur.
Aðrar starfsstöðvar á landsbyggðinni
Byggðastofnun heldur utan um upplýsingar um starfsstöðvar á landsbyggðinni, en verkefnið er hluti af markmiðum Byggðaráætlun að fjölga störfum án staðsetningar og getur nýst frumkvöðlum og litlum teymum.
Hér að neðan er kort yfir starfsstöðvar sem Byggðastofnun heldur uppfærðu. Ef smellt er á stað á kortinu fæst upplýsingar um starfsstöð og tengilið sem hægt er að hafa samband við ef áhugi er fyrir hendi.