Fjármögnun
Mismunandi fjármögnunarleiðir, fjárfestingasjóðir, hópfjármögnun, englafjárfestingar o.fl.
Hér að neðan má finna upplýsingar um þekkta fjárfestinga- og vísisjóði, englafjárfesta, lánsfé, hópfjármögnun, réttindi vegna skatta- og tekjufrádrátts sem og fréttir tengt fjármögnun sprotafyrirtækja. Allar upplýsingar tengt styrkjum og styrkjasjóðum má finna undir „Styrkir“. Einnig má finna fleiri upplýsingar um fjármögnun undir „Fræðsla“.
Fjárfestingasjóðir

Vísisjóður stofnaður af frumkvöðlum með áherslu á íslenska frumkvöðla með skalanlegar lausnir/vörur á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn er gjarnan leiðandi í snemmstigsfjárfestingum og tekur virkan þátt sem eigendur.
Stærð: 13,3 ma.kr.
20-500 m.kr. upphafsfjárfesting
Stofnað 2015
Fjárfest í +25 fyrirtækjum
1 IPO á Nasdaq í New York

Nýsköpunarsjóðurinn Kría hefur opnað fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak fyrir sprotafyrirtæki. Hægt er að sækja um í átakið til og með 20. október 2025. Markmið átaksins er að flýta mótunarskeiði nýsköpunarfélaga og efla sjórnarhætti þeirra, laða aðra fjárfesta að, auka engalfjárfestingar, efla hugvitsgreinar og þekkingariðnað sem fjórðu stoðina í íslensku atvinnulífi alls staðar á landinu.

Nordic Ignite er fjárfestingarfélag, skráð á Íslandi, sem fjárfestir í nýsköpunarfélögum á fyrstu stigum (e. pre-seed) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Aðaláherslan er á greinar þar sem þar sem Norðurlöndin hafa samkeppnisforskot, þekkingu og innviði, t.d. orka, sjávarútvegur, heilbrigðistækni, upplýsingatækni, matvælatækni og leikir.

Sígrænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Nýsköpunarsjóður kemur oftast inn á fyrstu stigum með það fyrir augum að byggja brú yfir til stærri fjárfesta. Eitt af markmiðum sjóðsins er að veita stuðning þar sem ríkir markaðsbrestur og hefur í því skyni efnt til sérstakra fjárfestingaátaka sem er endurtekin eftir því sem efni leyfa.
Allar atvinnugreinar
Annað:

Markmið félagasamtakana Íslenskir englafjárfestar (Icelandic Business Angel Network) er að fjölga englafjárfestingum á Íslandi með því að leiðbeina bæði frumkvöðlum í fjármögnunarferli og englum í gegnum þjálfun, þróun viðskiptatengsla og samvinnu við framúrskarandi viðskiptaengla.
💰 Englafjárfestingar


Að sækja pening frá fjárfestum (28 mín)
Í myndbandinu er farið yfir hvernig það er raunverulega að sækja pening frá fjárfestum. Oftast þarf ekki fjármagn áður en farið er af stað með sprotafyrirtæki og viðskiptahugmyndin þarf ekki að vera hipp og kúl til að sannfæra fjárfesta. Gerðu ráð fyrir að fá mörg nei áður en þú færð loksins já. Farið er yfir sjö algengar mýtur tengt fjármögnun sprotafyrirtækja.
Lánsfé

Skatta- og tekjufrádráttur
Skattafrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna
Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti. Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni. Frekar upplýsingar má finna á heimasíðu Rannís.
Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga
Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís geta sótt um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga, þannig einungis 75% tekjur sérfræðings eru tekjuskattsskyldar fyrst þrjú árin í starfi. Markmiðið er að laða að erlenda sérfræðinga sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til starfa hér á landi og með því að gera fyrirtækjum auðveldara fyrir að fá til sín slíka aðila svo að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi.
Hópfjármögnun
🗞 Fjármögnunar fréttir frá Northstack
Þú finnur einnig samantekt af sprotafyrirtækjum og fjármögnun þeirra á mælaborði Dealroom í samstarfi við Íslandsstofu.

Prescriby, the Canadian-Icelandic company of digital treatment plan software that prevents medication addiction, has secured $2.1 million in a funding round led by Crowberry Capital with participation from investors from Canada, Denmark, and Iceland.
“Prescriby is tackling a very serious problem that has big consequences for many. What ...
27. apríl 2024

Activity Stream, a software solution for the live entertainment industry, recently closed a $13.5 million funding round co-led by Eyrir Ventures and Frumtak Ventures with contributions from the Shubert Organization and the Export and Investment Fund of Denmark. The funding will be used by Activity Stream to broaden its ...
26. janúar 2024

Icelandic healthtech startup Leviosa just closed a $1M pre-seed funding round. The capital is committed from existing shareholders, who are all angel investors, and adding over 60 healthcare professionals, the majority of whom are practicing physicians from Iceland and elsewhere.
Founded in 2019, Leviosa focuses on developing cutting-edge healthtech solutions ...
29. desember 2023