Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd

Fjármögnun

Mismunandi fjármögnunarleiðir, fjárfestingasjóðir, hópfjármögnun, englafjárfestingar o.fl.

Hér að neðan má finna upplýsingar um þekkta fjárfestinga- og vísisjóði, englafjárfesta, lánsfé, hópfjármögnun, réttindi vegna skatta- og tekjufrádrátts sem og fréttir tengt fjármögnun sprotafyrirtækja. Allar upplýsingar tengt styrkjum og styrkjasjóðum má finna undir „Styrkir“. Einnig má finna fleiri upplýsingar um fjármögnun undir „Fræðsla“.

Fjárfestingasjóðir

Alfa Framtak
Framtakssjóður sem fjárfestir í íslenskum fyrirtækjum og tekur virkan þátt sem eigendur.
Framtakssjóður
Stærð: 15 milljarðar
Brunnur Ventures
Vísisjóður stofnaður af frumkvöðlum með áherslu á íslenska frumkvöðla með skalanlegar lausnir/vörur á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn er gjarnan leiðandi í snemmstigsfjárfestingum og tekur virkan þátt sem eigendur.
20-500 m.kr. upphafsfjárfesting
Stærð: 13,3 ma.kr.
Stofnað 2015
Fjárfest í +25 fyrirtækjum
1 IPO á Nasdaq í New York
Crowberry Capital
Íslenskur vísisjóður sem fjárfestir snemma í tæknifyrirtækjum sem geta skalað. Áhersla á tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki á Norðurlöndunum.
Seed fókus
AUM ~ 20 ma.kr.
1 exit
Eignasafn: 27 fyrirtæki
>50 erlendir VC meðfjárfestar
Eyrir Vöxtur (Eyrir Venture Management)
Fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og horfa til þess að vaxa hratt alþjóðlega.
Fjárfestingastig: Series A
Upphafsfjárfesting: 200-500 millj.
Vísissjóður
Eignasafn: 8 félög (6,6 milljarðar)
Frumtak Ventures
Íslenskur vísisjóður sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem eru vænleg til vaxtar og útrásar.
$1-4m. upphafsfjárfesting
Vísissjóður
AUM ~ 21 ma.kr
7 exit
Fjárfestingastig: Seed, Series A
Iceland Venture Studio
Fjárfestir snemma í tæknifyrirtækjum sem geta skalað.
Iðunn Venture Capital
Idunn Venture Fund sem er stjórnað af Kviku Eignastýringu fjárfestir í fyrirtækjum sem starfa í lífvísindum og heilsutækni.
Framtakssjóður
Stofnað 2021
Stærð: 7,3 milljarðar kr.
Investa
Investa er fjárfestingafélag sem fjárfestir snemma í íslenskum tækni sprotafyrirtækjum sem eiga góða möguleika á að hasla sér völl erlendis.
Fjárfesta $150k - $300k
Stofnað 2011
Englafjárfestingar
Tækni
Hugbúnaður
MGMT Ventures
Fjárfestingasjóður sem fjárfestir snemma í sprotum.
Stofnað 2019
Fjárfesta allt að $200k
Sprotasjóður
Nefco – the Nordic Green Bank
Sjóður sem fjárfestir, lánar og styrkir fyrirtæki á Norðulöndunum sem vinna á sviði loftlagsmála eða í hringrásarhagkerfinu.
Hringrásarhagkerfið
Loftlagsmál
Grænar lausnir
Nordic Ignite
Nordic Ignite er fjárfestingarfélag, skráð á Íslandi, sem fjárfestir í nýsköpunarfélögum á fyrstu stigum (e. pre-seed) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Aðaláherslan er á greinar þar sem þar sem Norðurlöndin hafa samkeppnisforskot, þekkingu og innviði, t.d. orka, sjávarútvegur, heilbrigðistækni, upplýsingatækni, matvælatækni og leikir.
Englafjárfestingar
Fjárfestingastig: Pre-Seed
Fjárfesting: Allt að 250k EUR
Novator
Fjárfestir alþjóðlega m.a. í fyrirtækjum sem tengjast fjarskiptum, tækni, fjártækni og heilsutækni
Alþjóðlegar fjárfestingar
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Sígrænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Nýsköpunarsjóður kemur oftast inn á fyrstu stigum með það fyrir augum að byggja brú yfir til stærri fjárfesta. Eitt af markmiðum sjóðsins er að veita stuðning þar sem ríkir markaðsbrestur og hefur í því skyni efnt til sérstakra fjárfestingaátaka sem er endurtekin eftir því sem efni leyfa.
Allar atvinnugreinar
VEX
Framtakssjóður sem fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum, sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar, auk stöndugra félaga þar sem tækifæri eru til umbóta og aukinnar virðissköpunar.
Stærð: 10 milljarðar
Framtakssjóður

Annað:
Íslenskir englafjárfestar (félagasamtök)
Markmið félagasamtakana Íslenskir englafjárfestar (Icelandic Business Angel Network) er að fjölga englafjárfestingum á Íslandi með því að leiðbeina bæði frumkvöðlum í fjármögnunarferli og englum í gegnum þjálfun, þróun viðskiptatengsla og samvinnu við framúrskarandi viðskiptaengla.
💰 Englafjárfestingar
Kría - Sprota- og nýsköpunarsjóður
Kría er sjóðasjóður sem fjárfestir í öðrum vísisjóðum. Kría fjárfestir því óbeint en ekki beint í sprotafyrirtækjum.
💰 Sjóðasjóður
Leitar Capital
Leitar fjárfestir í ungum frumkvöðlum til að kaupa fyrirtæki og leiða umbreytingu og vöxt þess þar til að það er selt aftur. Stærð fyrirtækja: 30-200 millj. EBITDA.
Ráð
Að Leita út fyrir landsteinana: Til er fjöldinn allur af erlendum, norrænum og evrópskum, englum og vísisjóðum sem hægt er að leita til. Áherslur sjóða er mismunandi, þeir fjárfesta á mismunandi stigum og í mismunandi atvinnugreinum.
Ráð
Englafjárfestar: Aðeins lítill fjöldi englafjárfesta eru nefndir að ofan, en flestir vilja síður auglýsa sig m.t.t einkalífs og til að takmarka óumbeðnar kynningar. Englafjárfestar eru oft einstaklingar sem fjárfesta snemma í sprotafyrirtækjum. Til að finna engla og tengjast þeim er oft þörf að efla tengslanetið í gegnum t.d. viðburði, nýsköpunarsetur, klasa og aðra frumkvöðla. Þar að auki er dæmi er um að frumkvöðlar, sem hafa hagnast eftir að hafa náð góðum árangri með eigin fyrirtæki, fjárfesti sem englar í nýjum sprotafyrirtækjum. Því getur verið ráð að setja sig í samband við þá aðila sem eru opnir fyrir því.
YouTube Video Thumbnail

YouTube Logo
Að sækja pening frá fjárfestum (28 mín)
Í myndbandinu er farið yfir hvernig það er raunverulega að sækja pening frá fjárfestum. Oftast þarf ekki fjármagn áður en farið er af stað með sprotafyrirtæki og viðskiptahugmyndin þarf ekki að vera hipp og kúl til að sannfæra fjárfesta. Gerðu ráð fyrir að fá mörg nei áður en þú færð loksins já. Farið er yfir sjö algengar mýtur tengt fjármögnun sprotafyrirtækja.

Lánsfé

Byggðastofnun | Lán
Byggðastofnun veitir langtímalán til fyrirtækja á landsbyggðinni sem vinna að nýsköpun. Lánanefnd fer yfir umsóknir og skoðar m.a. áhættumats, viðskiptaáætlun og önnur gögn frá umsækjanda. Hægt er að leita til Byggðastofnunar til að fá ráðgjöf varðandi lánsumsókn.
Nefco – the Nordic Green Bank
Sjóður sem lánar, fjárfestir og styrkir fyrirtæki á Norðulöndunum sem vinna á sviði loftlagsmála eða í hringrásarhagkerfinu.
Grænar lausnir
Loftlagsmál
Hringrásarhagkerfið
Svanni-lánatryggingasjóður kvenna
Fyrirtæki í eigu kvenna a.m.k. 51% geta sótt um lán vegna verkefna innan fyrirtækis sem byggja á nýsköpun og/eða að verkefnið leiði til atvinnusköpunar og verðmætaaukningar.
> 51% eigu kvenna
Lán
Ráð
Einnig er hægt að sækjast eftir lánsfé frá bönkum og öðrum einkaaðilum. Slíkt er ekki alltaf auðfáanlegt, oft er gerð krafa um viðskiptaáætlun og mikilvægt er að vera sannfærandi af hverju þú og sprotafyrirtækið ættu að fá lán.

Skatta- og tekjufrádráttur

Skattafrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna
Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti. Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni. Frekar upplýsingar má finna á heimasíðu Rannís.
YouTube Video Thumbnail

YouTube Logo
Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga
Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís geta sótt um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga, þannig einungis 75% tekjur sérfræðings eru tekjuskattsskyldar fyrst þrjú árin í starfi. Markmiðið er að laða að erlenda sérfræðinga sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til starfa hér á landi og með því að gera fyrirtækjum auðveldara fyrir að fá til sín slíka aðila svo að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi.

Hópfjármögnun

Funderbeam
Funderbeam vinnur með sprotafyrirtækjum að hópfjármagna fyrirtæki þar sem þátttakendur eignast hlut í félaginu. Funderbeam rekur eftirmarkað fyrir þá hluti sem þátttakendur fá í sinn hlut.
Eftirmarkaður
Hópfjárfesting
Indiegogo
Erlend hópfjármögnunar vefsíða, þar sem þú velur hvað þátttakendur fá. Algengt er að láta þátttakendur fá eintak eða aðgang að vörunni þegar hún er tilbúin í stað þess fjármagns sem er gefið í gegnum síðuna.
Hópfjármögnun
Karolina Fund
Íslensk hópfjármögnunar síða fyrir menningar, lista og samfélagsverkefni.
Skapandi verkefni
Samfélagsleg miðuð verkefni
Hópfjármögnun
Kickstarter
Erlend hópfjármögnunar vefsíða, þar sem þú velur hvað þátttakendur fá. Algengt er að láta þátttakendur fá eintak eða aðgang að vörunni þegar hún er tilbúin í stað þess fjármagns sem er gefið í gegnum síðuna.
Hópfjármögnun

🗞 Fjármögnunar fréttir frá Northstack

Þú finnur einnig samantekt af sprotafyrirtækjum og fjármögnun þeirra á mælaborði Dealroom í samstarfi við Íslandsstofu.