Samfélagið
Hér má finna yfirlit yfir stuðningsaðila, klasa, facebook hópa og aðra aðila í nýsköpunarumhverfinu er tengjast landsbyggðinni.
Eimur er klasi sem hefur það að markmiði að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Eimur miðar að því að leiða saman fólk og fyrirtæki til samstarfs um tilraunir, rannsóknir og þróunarverkefni á sviði orku-, auðlinda-, og loftslagsmála, meðal annars með öflun alþjóðlegs fjármagns.
Eimur er klasi sem hefur það að markmiði að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Eimur miðar að því að leiða saman fólk og fyrirtæki til samstarfs um tilraunir, rannsóknir og þróunarverkefni á sviði orku-, auðlinda-, og loftslagsmála, meðal annars með öflun alþjóðlegs fjármagns.
Eygló er samstarfsverkefni um eflingu orkuskipta, orkunýtni og hringrásarhagkerfis á Austurlandi. Markmið Eyglóar er að minnka kolefnisspor Austurlands í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Eygló mun kortleggja orku- og efnisstrauma á Austurlandi og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum tiltekin verkefni.
Gleipnir nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi er samstarfsverkefni á Vesturlandi sem snýr að nýsköpun og þróun tækifæra á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála. Tilgangur setursins er að leiða og byggja upp samstarf stofnaðila, stjórnvalda og annarra hagaðila þar sem lögð verður áhersla á að efla rannsóknir og hagnýtingu þeirra, stefnumótun, nýsköpun og fræðslu.
Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi sem miðar að því að auka fjárfestingar á svæðinu og skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki sem vinna að verkefnum á þeim sviðum geta leitað til Norðanáttar og fengið ráðgjöf. Norðanátt rekur m.a. viðskiptahraðal, hugmyndasamkeppni og fjárfestahátíð á Norðurlandi.
Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi sem miðar að því að auka fjárfestingar á svæðinu og skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki sem vinna að verkefnum á þeim sviðum geta leitað til Norðanáttar og fengið ráðgjöf. Norðanátt rekur m.a. viðskiptahraðal, hugmyndasamkeppni og fjárfestahátíð á Norðurlandi.
Nýsköpunarnet Vesturlands (Nývest) er bakhjarl landshlutans í málefnum nýsköpunar ásamt því að tengja saman frumkvöðla og hagaðila. Nývest hefur þann tilgang að tengja saman ólíka hópa, miðla upplýsingum og aðstoða frumkvöðla og fræða þá sem hafa áhuga á þróun atvinulífs og nýjum verkefnum á Vesturlandi. Nývest er m.a. ætlað að vera tengiliður mismunandi hagsmunaaðila; einstaklinga, atvinnulíf, skóla og rannsókna ásamt því að veita faglegan stuðning, veita aðstoð við styrkumsóknir og veita upplýsingar um styrki sem í boði eru fyrir nýsköpunarverkefni og frumkvöðla.
Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytis. Tilgangur Orkídeu er að stuðla að þróun orkutengdrar matvælaframleiðslu og hringrásarhagkerfis á Suðurlandi. Markmið félagsins að greina og greiða leið þeirra nýsköpunartækifæra sem Suðurland, og Ísland í heild sinni, hefur upp á að bjóða hvað varðar matvælaframleiðslu og líftækni.
Facebook hópar
Frumkvöðlasetur
Þú finnur yfirlit yfir frumkvöðlasetur á landsbyggðinni hér.