Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Setur

Setur

Á LANDSBYGGÐINNI

Hér má finna yfirlit yfir alls kyns frumkvöðlasetur, tilraunaeldhús, Fab Lab og Textíl Lab sem eru staðsett utan höfuðborgarasvæðisins.

Ráð

Fyrir utan að neðangreindir aðilar bjóða upp á einhvers konar frumkvöðlasetur, þá getur líka verið gagnlegt að tengjast þeim sem reka frumkvöðlasetrin, sér í lagi ef þú ert að reyna koma þér inn í nýsköpunarumhverfið. Þar eru oft einstaklingar sem geta ráðlagt, tengt þig við aðra lykilaðila og aðstoðað þig við að taka þitt verkefni á næsta stig.

 Hraðið – miðstöð nýsköpunar
 Hraðið – miðstöð nýsköpunar
Hraðið – miðstöð nýsköpunar

Hraðið er miðstöð nýsköpunar og heimavöllur frumkvöðla, stofnana og fyrirtækja sem vinna að nýsköpun með einum eða öðrum hætti. Í Hraðinu er hvetjandi starfsumhverfi og fjöldi fundarrýma fyrir teymisvinnu, hugarflugsfundi, fjarfundi og upptökur. Fullbúin Fab Lab smiðja er á staðnum og notaleg kaffiaðstaða.

🚀 Frumkvöðlasetur
💬 Fundaaðstaða
image-0
image-1
additional-images+5
 Lífmassaver Matís
 Lífmassaver Matís
Lífmassaver Matís

Í lífmassaveri Matís má finna tæknilega fullkominn vinnslubúnað sem hentar vel við þróun og framleiðslu á próteinum og olíum úr hliðarafurðum matvælavinnslu sem nýta má ýmist í fóðurgerð eða til manneldis og matvælagerðar. Lífmassaver Matís er staðsett á Neskaupsstað en hluti af því er færanlegt svo mögulegt er að flytja tækin hvert á land sem er. Slíkt er hugsað sem aukin þjónusta við innlenda matvælaframleiðendur út um allt land m.t.t. nýsköpunar og vöruþróunar.

image-0
image-1
image-2
📍 Færanlegt hvert á land sem er
✉️ stefan@matis.is📞 422 5000🔗 Búnaður
Blábankinn
Blábankinn
Blábankinn

Nýsköpunarsetur á Þingeyri sem styður fólk sem vill skapa sjálfbær tækifæri fyrir þorpið og heiminn. Á staðnum er vinnu- og fundaraðstaða og heldur Blábankinn utan um ýmiss innlend og alþjóðleg verkefni.

👩‍💻 Samvinnurými
💼 Fundaraðstaða
image-0
image-1
additional-images+4
Breið, nýsköpunarsetur
Breið, nýsköpunarsetur
Breið, nýsköpunarsetur

Breið nýsköpunarsetur býður upp á samvinnu- og rannsóknarrými ásamt skrifstofum með aðgengi að góðum fundarherbergjum í lifandi samfélagi. Breið nýsköpunarsetur var áður fiskiðjuver en er í dag suðupottur frumkvöðla og nýsköpunar þar sem hugmyndir verða til. Nýsköpunarsetrið var stofnað af Breið þróunarfélagi sem hefur það að meginmarkmiði að byggja upp atvinnulíf og nýsköpun á Akranesi þar sem sjálfbærni, skapandi greinar og umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi.

🚀 Nýsköpunarsetur
🪑 Skrifstofur & samvinnurými
💬 Fundarherbergi
🧪 Rannsóknarrými
image-0
image-1
additional-images+19
Hreiðrið frumkvöðlasetur á Selfossi
Hreiðrið frumkvöðlasetur á Selfossi
Hreiðrið frumkvöðlasetur á Selfossi

Hreiðrið er frumkvöðlasetur fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Suðurlandi. Tilgangur Hreiðursins er að auka þekkingu og vitund þeirra á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og markaðsmála og fjölga þannig vel skilgreindum og mótuðum verkefnum á svæðinu. Markmið setursins er jafnframt að gera frumkvöðla hæfari til þess að sækja sér fjármagn, hvort sem er í gegnum samkeppnis- og/eða vísisjóði, sem og aðrar fjármögnunarleiðir.

💻 Vinnuaðstaða
💬 Ráðgjöf í boði
💬 Jafningjastuðningur
📍 Háskólafélag Suðurlands📞 560 2040🕖 Opið: 07:00-24:00 alla daga✉️ ingunn@hfsu.is
Kistan
Kistan
Kistan

Kistan er atvinnu- og nýsköpunarsetur Langanesbyggðar. Markmið þess er að skapa samfélag stofnana, fyrirtækja og frumkvöðla undir einu þaki til að styðja við atvinnuþróun og nýsköpun. Kistan er staðsett í Kistufelli sem eitt sinn hýsti Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis, en þar má nú finna opið vinnurými og fundaraðstöðu.

🚀 Atvinnu- og nýsköpunarsetur
image-0
image-1
image-2
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar

Nýsköpunarsetur Dalabyggðar er staðsett í Búðardal þar sem má finna samvinnurými og fundarsali og er samstarfsverkefni Dalabyggðar og nokkurra fyrirtækja og stofnana. Aðstoð og ráðgjöf er í boði á svæðinu þar sem unnið er að því að styðja við nýsköpun, rannsóknir, styrktarumsóknir og vöruþróun.

🚀 Nýsköpunarsetur
💬 Fundarherbergi
🪑 Skrifstofur & samvinnurými
💬 Ráðgjöf
image-0
image-1
additional-images+2
Textílmiðstöð Íslands
Textílmiðstöð Íslands
Textílmiðstöð Íslands

Textílmiðstöð Íslands er rannsóknarsetur og textíl lab með rými sem er útbúið stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínyl prentara og skera. TextílLab býður upp á aðstöðu til nýsköpunar og þróunar á textíl í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfið. TextílLab er opið öllum og ekki þarf sérstaka reynslu eða fullkláraða verkefnahugmynd til að nýta sér aðstöðuna.

🧪 Rannsóknarsetur
🧶 TextílLab
image-0
image-1
Vörusmiðja - Biopol
Vörusmiðja - Biopol
Vörusmiðja - Biopol

Vörusmiðjan er vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur staðsett á Skagaströnd. Vörusmiðjan hentar til þróunar, nýsköpunar og framleiðslu á náttúrulegum mat- og heilsuvörum.

🏢 Vinnslurými
🍽 Mat- og heilsuvörur
image-0
image-1
image-2

Fab Lab

Hvað er Fab Lab?
Fab Lab eru opnar stafrænar smiðjur með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Fab Lab smiðjur eru búnar tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Þannig getur aðstaðan nýst til að smíða frumgerðir og þróa nýsköpunarhugmyndir áfram. Til að smiðja getur talist vera Fab Lab þurfa þær m.a. að vera opnar almenningi, fylgja Fab Lab sáttmálanum og bjóða uppá staðlaðan tækjabúnað: 3D prentari, vínilskeri, stafrænn fræsari og laserskeri. Flestar smiðjur búa þó yfir enn meiri tækjabúnaði. Hér finnur þú meiri upplýsingar um Fab Lab Ísland:
YouTube Video Thumbnail

YouTube Logo
Fab Lab kynning (5 mín)
Í myndbandinu er sýnt frá starfsemi innan Fab Lab smiðju og þeim tækjum og tólum sem má finna þar.
Fab Lab - Akureyri
Fab Lab - Akureyri
Fab Lab - Akureyri

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. laserskeri, þrívíddarprentari, stafrænir fræsarar, stafræn útsaumavél, vínylskeri, hitapressari og litaprentari fyrir textíl.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
Fab Lab - Austurland
Fab Lab - Austurland
Fab Lab - Austurland

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Meðal annars má finna eftirfarandi tækjabúnað: Laserskera, vínylskera, ShopBot fræsivél, fínfræsivél, þrívíddarprentara og rafeindaverkstæði.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
additional-images+10
Fab Lab - Blönduós
Fab Lab - Blönduós
Fab Lab - Blönduós

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
Fab Lab - Hornafjörður
Fab Lab - Hornafjörður
Fab Lab - Hornafjörður

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
additional-images+5
Fab Lab - Húsavík
Fab Lab - Húsavík
Fab Lab - Húsavík

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
image-2
Fab Lab - Ísafjörður
Fab Lab - Ísafjörður
Fab Lab - Ísafjörður

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. laserskeri, þrívíddarprentari, fræisvél, vínylskeri, rafeindaverkstæði og keramikofn.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
additional-images+1
Fab Lab - Sauðárkrókur
Fab Lab - Sauðárkrókur
Fab Lab - Sauðárkrókur

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Sterkt tengslanet er meðal smiðja innanlands sem utan. Ýmis búnaður er til staðar m.a. geislaskerar, þrívíddarprentarar, stafrænir fræsarar, vínylskerar, saumavélar, rafeindasvæði og aðstaða til mótagerðar.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
additional-images+7
Fab Lab - Selfoss
Fab Lab - Selfoss
Fab Lab - Selfoss

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
image-2
Fab Lab - Strandir
Fab Lab - Strandir
Fab Lab - Strandir

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. laserskeri, þrívíddarprentari, stafrænir fræsarar, pappírs- og vínylskeri.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
image-2
Fab Lab - Vestmannaeyjar
Fab Lab - Vestmannaeyjar
Fab Lab - Vestmannaeyjar

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
Fab Lab - Vesturland
Fab Lab - Vesturland
Fab Lab - Vesturland

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. þrívíddarprentari, stafrænir fræsarar, laserskurðvélar, vínylskerar og pólyhúðunurbekkur.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur

Aðrar starfsstöðvar á landsbyggðinni

Hér má finna yfirlit yfir aðrar starfsstöðvar á landsbyggðinni sem eru almennt ekki nýsköpunarsetur og eru án stuðnings og ráðgjafar við frumkvöðla. Hér að neðan er kort yfir starfsstöðvar sem Byggðastofnun heldur uppfærðu, en verkenfið er hlut af markmiðum Byggðaráætlun um að fjölga störfum án staðsetningar. Ef smellt er á stað á kortinu fæst upplýsingar um starfsstöð og tengilið sem hægt er að hafa samband við ef áhugi er fyrir hendi.