Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd

Vesturland

Stuðningsumhverfi nýsköpunar á Vesturlandi:

Vesturland

Ráðgjöf

SSV | Ráðgjöf
SSV | Ráðgjöf
SSV | Ráðgjöf

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) veita ráðgjöf til frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Vesturlandi. Þessi ráðgjöf er í boði hjá öllum landshlutasamtökum í öllum landshlutum skv. samningi við Byggðastofnun. Ráðgjöfin er gjaldfrjáls á fyrstu stigum (allt að 10 tíma ráðgjöf).

💬 Ráðgjöf
📍 Borgarnes
📍 Akranes
📍 Snæfellsbær
📍 Stykkishólmur
📍 Búðardalur
📍 Grundafjörður
📍 6 Staðsetningar✉️ ssv@ssv.is📞 433 2310💰 Gjaldfrjálst⌛️ 10 tíma ráðgjöf

Samfélagið

(Ný)skapandi fólk á Vesturlandi
(Ný)skapandi fólk á Vesturlandi
(Ný)skapandi fólk á Vesturlandi

„(Ný)skapandi fólk á Vesturlandi“ er Facebook hópur og umræðuvettvangur fyrir frumkvöðla á Vesturlandi. Þú getur leitað að spurningum og svörum, sem og spurt aðra spurninga tengt nýsköpun á svæðinu.

💬 Facebook hópur
💬 Jafningjaráðgjöf
Gleipnir, nýsköpunar- og þróunarsetur
Gleipnir, nýsköpunar- og þróunarsetur
Gleipnir, nýsköpunar- og þróunarsetur

Gleipnir nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi er samstarfsverkefni á Vesturlandi sem snýr að nýsköpun og þróun tækifæra á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála. Tilgangur setursins er að leiða og byggja upp samstarf stofnaðila, stjórnvalda og annarra hagaðila þar sem lögð verður áhersla á að efla rannsóknir og hagnýtingu þeirra, stefnumótun, nýsköpun og fræðslu.

🚀 Nýsköpunar- og þróunarsetur
📍 Hvanneyri, 311 Borgarbyggð
✉️ gleipnir@gleipnirvest.is📞 899 0943
Nývest, nýsköpunarnet Vesturlands
Nývest, nýsköpunarnet Vesturlands
Nývest, nýsköpunarnet Vesturlands

Nýsköpunarnet Vesturlands (Nývest) er bakhjarl landshlutans í málefnum nýsköpunar ásamt því að tengja saman frumkvöðla og hagaðila. Nývest hefur þann tilgang að tengja saman ólíka hópa, miðla upplýsingum og aðstoða frumkvöðla og fræða þá sem hafa áhuga á þróun atvinulífs og nýjum verkefnum á Vesturlandi. Nývest er m.a. ætlað að vera tengiliður  mismunandi hagsmunaaðila; einstaklinga, atvinnulíf, skóla og rannsókna ásamt því að veita faglegan stuðning, veita aðstoð við styrkumsóknir og veita upplýsingar um styrki sem í boði eru fyrir nýsköpunarverkefni og frumkvöðla.

🚀 Nýsköpunarnet
🤝 Stuðningsaðili
💬 Ráðgjöf & fræðsla

Hraðlar

Vesturbrú
Vesturbrú
Vesturbrú

Fyrsti viðskiptahraðalinn á Vesturlandi var haldinn veturinn 2023-2024. Vesturbrú er sex vikna hraðall fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð Vesturlands. Markmið hraðalsins er að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á svæðinu og tengja saman fólk og hugmyndir. Viðskiptahraðallinn Vesturbrú er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Vesturlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja komast lengra með sín verkefni. Áætlað er að hraðallinn verði rekinn á tveggja ára fresti.

💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
💬 Mentora fundir
image-0
image-1
image-2
📍 Vesturland✉️ nyvest@nyvest.is💻 Fer að mestu fram á netinu🗓️ Stefnt að vera næst 2025

Setur

Breið, nýsköpunarsetur
Breið, nýsköpunarsetur
Breið, nýsköpunarsetur

Breið nýsköpunarsetur býður upp á samvinnu- og rannsóknarrými ásamt skrifstofum með aðgengi að góðum fundarherbergjum í lifandi samfélagi. Breið nýsköpunarsetur var áður fiskiðjuver en er í dag suðupottur frumkvöðla og nýsköpunar þar sem hugmyndir verða til. Nýsköpunarsetrið var stofnað af Breið þróunarfélagi sem hefur það að meginmarkmiði að byggja upp atvinnulíf og nýsköpun á Akranesi þar sem sjálfbærni, skapandi greinar og umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi.

🚀 Nýsköpunarsetur
🪑 Skrifstofur & samvinnurými
💬 Fundarherbergi
🧪 Rannsóknarrými
image-0
image-1
additional-images+19
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar

Nýsköpunarsetur Dalabyggðar er staðsett í Búðardal þar sem má finna samvinnurými og fundarsali og er samstarfsverkefni Dalabyggðar og nokkurra fyrirtækja og stofnana. Aðstoð og ráðgjöf er í boði á svæðinu þar sem unnið er að því að styðja við nýsköpun, rannsóknir, styrktarumsóknir og vöruþróun.

🚀 Nýsköpunarsetur
💬 Fundarherbergi
🪑 Skrifstofur & samvinnurými
💬 Ráðgjöf
image-0
image-1
additional-images+2

Fab Lab

Fab Lab - Vesturland
Fab Lab - Vesturland
Fab Lab - Vesturland

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. þrívíddarprentari, stafrænir fræsarar, laserskurðvélar, vínylskerar og pólyhúðunurbekkur.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur

Styrkir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Uppbyggingasjóður styrkir m.a. nýsköpunarverkefni á Vesturlandi í samræmi við samning um sóknaráætlun landshlutans. Að jafnaði getur styrkur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis, en þó að hámarki 2,5 m.kr.

💰 Styrkur
✉️ ssv@ssv.is📞 433 2310 💰 Hámark 2,5 m.kr.🗓️ Úthlutað árlega🔗 Fyrri úthlutanir