Vesturland
Stuðningsumhverfi nýsköpunar á Vesturlandi:
Ráðgjöf
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) veita ráðgjöf til frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Vesturlandi. Þessi ráðgjöf er í boði hjá öllum landshlutasamtökum í öllum landshlutum skv. samningi við Byggðastofnun. Ráðgjöfin er gjaldfrjáls á fyrstu stigum (allt að 10 tíma ráðgjöf).
Samfélagið
Gleipnir nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi er samstarfsverkefni á Vesturlandi sem snýr að nýsköpun og þróun tækifæra á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála. Tilgangur setursins er að leiða og byggja upp samstarf stofnaðila, stjórnvalda og annarra hagaðila þar sem lögð verður áhersla á að efla rannsóknir og hagnýtingu þeirra, stefnumótun, nýsköpun og fræðslu.
Nýsköpunarnet Vesturlands (Nývest) er bakhjarl landshlutans í málefnum nýsköpunar ásamt því að tengja saman frumkvöðla og hagaðila. Nývest hefur þann tilgang að tengja saman ólíka hópa, miðla upplýsingum og aðstoða frumkvöðla og fræða þá sem hafa áhuga á þróun atvinulífs og nýjum verkefnum á Vesturlandi. Nývest er m.a. ætlað að vera tengiliður mismunandi hagsmunaaðila; einstaklinga, atvinnulíf, skóla og rannsókna ásamt því að veita faglegan stuðning, veita aðstoð við styrkumsóknir og veita upplýsingar um styrki sem í boði eru fyrir nýsköpunarverkefni og frumkvöðla.
Hraðlar
Fyrsti viðskiptahraðalinn á Vesturlandi var haldinn veturinn 2023-2024. Vesturbrú er sex vikna hraðall fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð Vesturlands. Markmið hraðalsins er að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á svæðinu og tengja saman fólk og hugmyndir. Viðskiptahraðallinn Vesturbrú er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Vesturlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja komast lengra með sín verkefni. Áætlað er að hraðallinn verði rekinn á tveggja ára fresti.
Setur
Breið nýsköpunarsetur býður upp á samvinnu- og rannsóknarrými ásamt skrifstofum með aðgengi að góðum fundarherbergjum í lifandi samfélagi. Breið nýsköpunarsetur var áður fiskiðjuver en er í dag suðupottur frumkvöðla og nýsköpunar þar sem hugmyndir verða til. Nýsköpunarsetrið var stofnað af Breið þróunarfélagi sem hefur það að meginmarkmiði að byggja upp atvinnulíf og nýsköpun á Akranesi þar sem sjálfbærni, skapandi greinar og umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi.
Nýsköpunarsetur Dalabyggðar er staðsett í Búðardal þar sem má finna samvinnurými og fundarsali og er samstarfsverkefni Dalabyggðar og nokkurra fyrirtækja og stofnana. Aðstoð og ráðgjöf er í boði á svæðinu þar sem unnið er að því að styðja við nýsköpun, rannsóknir, styrktarumsóknir og vöruþróun.
Fab Lab
Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. þrívíddarprentari, stafrænir fræsarar, laserskurðvélar, vínylskerar og pólyhúðunurbekkur.