Suðurnes
Stuðningsumhverfi nýsköpunar á Suðurnesjum:
Ráðgjöf
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) / Heklan veita ráðgjöf til frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Suðurnesjum. Þessi ráðgjöf er í boði hjá öllum landshlutasamtökum í öllum landshlutum skv. samningi við Byggðastofnun. Ráðgjöfin er gjaldfrjáls á fyrstu stigum (allt að 10 tíma ráðgjöf).
Samfélagið
Fab Lab
Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. þrívíddarprentari, laserskurðvélar, ýmis rafeindartæki og fleira.
Styrkir
Fjármögnun
Eignarhaldsfélag Suðurnesja styður við nýsköpun á Suðurnesjum, bæði í fjárfestingum og með lánum. Félagið tekur þátt í smáum og stærri verkefnum og hefur m.a. stutt við GeoSilica, Taramar, Orf Líftækni, Matorku, DMM lausnir og Artic Sea Minerals. Farið er yfir umsóknir jafnóðum og veita ráðgjafar Heklunnar aðstoð við umsóknarskrif. Félagið er að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, Byggðastofnunar, sveitafélaganna á Suðurnesjum og Festa lífeyrissjóðs.