Suðurland
Stuðningsumhverfi nýsköpunar á Suðurlandi:
Ráðgjöf
Byggðaþróunarfulltrúar eru gott fyrsta stopp íbúa á Suðurlandi til þess að rata um stoðkerfi nýsköpunar, atvinnu og menningu. Byggðaþróunarfulltrúar handleiða og veita ráðgjöf íbúum að kostnaðarlausu (allt að 7 klst. á ári). Byggðaþróunarfulltrúar eru staðsettir á sjö svæðum um Suðurland og geta jafnframt aðstoðað í gegnum netið. Þú finnur þinn byggðaþróunarfulltrúa í gegnum hlekkinn hér til hliðar.
Samfélagið
Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytis. Tilgangur Orkídeu er að stuðla að þróun orkutengdrar matvælaframleiðslu og hringrásarhagkerfis á Suðurlandi. Markmið félagsins að greina og greiða leið þeirra nýsköpunartækifæra sem Suðurland, og Ísland í heild sinni, hefur upp á að bjóða hvað varðar matvælaframleiðslu og líftækni.
Setur
Hreiðrið frumkvöðlasetur á Höfn býðu upp á aðstöðu og stuðning við frumkvöðla í þekkingarsamfélaginu í Hornafirði. Tilgangur Hreiðursins er að auka þekkingu og vitund þeirra á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og markaðsmála og fjölga þannig vel skilgreindum og mótuðum verkefnum á svæðinu. Markmið setursins er jafnframt að gera frumkvöðla hæfari til þess að sækja sér fjármagn, hvort sem er í gegnum samkeppnis- og/eða vísisjóði, sem og aðrar fjármögnunarleiðir.
Hreiðrið er frumkvöðlasetur fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Suðurlandi. Tilgangur Hreiðursins er að auka þekkingu og vitund þeirra á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og markaðsmála og fjölga þannig vel skilgreindum og mótuðum verkefnum á svæðinu. Markmið setursins er jafnframt að gera frumkvöðla hæfari til þess að sækja sér fjármagn, hvort sem er í gegnum samkeppnis- og/eða vísisjóði, sem og aðrar fjármögnunarleiðir.
Fab Lab
Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu.