Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd

Norðurland Vestra

Stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlandi Vestra:

Norðurland Vestra

Ráðgjöf

SSNV | Ráðgjöf
SSNV | Ráðgjöf
SSNV | Ráðgjöf

Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) veita ráðgjöf til frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Norðurlandi vestra. Þessi ráðgjöf er í boði hjá öllum landshlutasamtökum í öllum landshlutum skv. samningi við Byggðastofnun. Ráðgjöfin er gjaldfrjáls á fyrstu stigum (allt að 10 tíma ráðgjöf).

💬 Ráðgjöf
📍 Hvammstangi
📍 Skagaströnd
📍 Blönduós
📍 Sauðárkrókur
📍 4 staðsetningar✉️ ssnv@ssnv.is📞 419 4550 💰 Gjaldfrjálst⌛️ 10 tíma ráðgjöf

Samfélagið

Eimur
Eimur
Eimur

Eimur er klasi sem hefur það að markmiði að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Eimur miðar að því að leiða saman fólk og fyrirtæki til samstarfs um tilraunir, rannsóknir og þróunarverkefni á sviði orku-, auðlinda-, og loftslagsmála, meðal annars með öflun alþjóðlegs fjármagns.

♻️ Sjálfbærni
🔋 Græn orka
🧱 Auðlindanýting
Norðanátt
Norðanátt
Norðanátt

Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi sem miðar að því að auka fjárfestingar á svæðinu og skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki sem vinna að verkefnum á þeim sviðum geta leitað til Norðanáttar og fengið ráðgjöf. Norðanátt rekur m.a. viðskiptahraðal, hugmyndasamkeppni og fjárfestahátíð á Norðurlandi.

🤝 Stuðningsaðili
🥬 Matur
⚡️ Orka
💦 Vatn
image-0
image-1
additional-images+6

Hraðlar

Startup Stormur
Startup Stormur
Startup Stormur

Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið. Hraðalinn er rekinn af Norðanátt og er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi. Hraðalinn fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast jafnframt þrisvar sinnum á vinnustofum.

💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
💬 Mentora fundir
image-0
image-1
additional-images+7
✉️ nordanatt@nordanatt.is⌛️ 7 vikna hraðall🗓️ Umsókn: 20. sep 2024

Setur

Textílmiðstöð Íslands
Textílmiðstöð Íslands
Textílmiðstöð Íslands

Textílmiðstöð Íslands er rannsóknarsetur og textíl lab með rými sem er útbúið stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínyl prentara og skera. TextílLab býður upp á aðstöðu til nýsköpunar og þróunar á textíl í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfið. TextílLab er opið öllum og ekki þarf sérstaka reynslu eða fullkláraða verkefnahugmynd til að nýta sér aðstöðuna.

🧪 Rannsóknarsetur
🧶 TextílLab
image-0
image-1
Vörusmiðja - Biopol
Vörusmiðja - Biopol
Vörusmiðja - Biopol

Vörusmiðjan er vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur staðsett á Skagaströnd. Vörusmiðjan hentar til þróunar, nýsköpunar og framleiðslu á náttúrulegum mat- og heilsuvörum.

🏢 Vinnslurými
🍽 Mat- og heilsuvörur
image-0
image-1
image-2

Fab Lab

Fab Lab - Blönduós
Fab Lab - Blönduós
Fab Lab - Blönduós

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
Fab Lab - Sauðárkrókur
Fab Lab - Sauðárkrókur
Fab Lab - Sauðárkrókur

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Sterkt tengslanet er meðal smiðja innanlands sem utan. Ýmis búnaður er til staðar m.a. geislaskerar, þrívíddarprentarar, stafrænir fræsarar, vínylskerar, saumavélar, rafeindasvæði og aðstaða til mótagerðar.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
additional-images+7

Styrkir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra

Uppbyggingasjóður styrkir m.a. nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra í samræmi við samning um sóknaráætlun landshlutans. Að jafnaði getur styrkur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis, en þó að hámarki 20% af heildarfjármagni sem er til úthlutunar í hvorum flokki fyrir sig.

💰 Styrkur