Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd

Norðurland Eystra

Stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlandi Eystra:

Norðurland Eystra

Ráðgjöf

SSNE | Ráðgjöf
SSNE | Ráðgjöf
SSNE | Ráðgjöf

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) veita ráðgjöf til frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Norðurlandi eystra. Þessi ráðgjöf er í boði hjá öllum landshlutasamtökum í öllum landshlutum skv. samningi við Byggðastofnun. Ráðgjöfin er gjaldfrjáls á fyrstu stigum.

💬 Ráðgjöf
📍 Akureyri
📍 Húsavík
📍 Siglufjörður
📍 Ólafsfjörður
📍 Raufarhöfn
📍 Bakkafjörður

Samfélagið

Eimur
Eimur
Eimur

Eimur er klasi sem hefur það að markmiði að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Eimur miðar að því að leiða saman fólk og fyrirtæki til samstarfs um tilraunir, rannsóknir og þróunarverkefni á sviði orku-, auðlinda-, og loftslagsmála, meðal annars með öflun alþjóðlegs fjármagns.

♻️ Sjálfbærni
🔋 Græn orka
🧱 Auðlindanýting
Norðanátt
Norðanátt
Norðanátt

Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi sem miðar að því að auka fjárfestingar á svæðinu og skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið. Frumkvöðlar og sprotafyrirtæki sem vinna að verkefnum á þeim sviðum geta leitað til Norðanáttar og fengið ráðgjöf. Norðanátt rekur m.a. viðskiptahraðal, hugmyndasamkeppni og fjárfestahátíð á Norðurlandi.

🤝 Stuðningsaðili
🥬 Matur
⚡️ Orka
💦 Vatn
image-0
image-1
additional-images+6
Stéttin Húsavík
Stéttin Húsavík
Stéttin Húsavík

STÉTTIN er samfélag stofnana, fyrirtækja og einstaklinga á Húsavík sem starfa við nýsköpun, rannsóknir, þróun og þekkingarstarfsemi. Á staðnum er m.a. Hraðið nýsköpunarsetur og FabLab smiðja.

💬 Þekkingarklasi
🚀 Nýsköpun & rannsóknir
🎓 Menntasetur
image-0
image-1
additional-images+3

Hraðlar

Startup Stormur
Startup Stormur
Startup Stormur

Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið. Hraðalinn er rekinn af Norðanátt og er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi. Hraðalinn fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast jafnframt þrisvar sinnum á vinnustofum.

💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
💬 Mentora fundir
image-0
image-1
additional-images+7
✉️ nordanatt@nordanatt.is⌛️ 7 vikna hraðall🗓️ Umsókn: 20. sep 2024

Setur

 Hraðið – miðstöð nýsköpunar
 Hraðið – miðstöð nýsköpunar
Hraðið – miðstöð nýsköpunar

Hraðið er miðstöð nýsköpunar og heimavöllur frumkvöðla, stofnana og fyrirtækja sem vinna að nýsköpun með einum eða öðrum hætti. Í Hraðinu er hvetjandi starfsumhverfi og fjöldi fundarrýma fyrir teymisvinnu, hugarflugsfundi, fjarfundi og upptökur. Fullbúin Fab Lab smiðja er á staðnum og notaleg kaffiaðstaða.

🚀 Frumkvöðlasetur
💬 Fundaaðstaða
image-0
image-1
additional-images+5
Drift EA
Drift EA
Drift EA

Drift EA er hreyfiafl, nýsköpunarsetur og miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar, staðsett í hjarta Akureyrar. Drift býður upp á stuðning og þjónustu við frumkvöðla í formi fjármögnunar, aðstöðu og þekkingar. Hjá Drift geta frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki sótt um að komast í svokallaðan Hlunn (Incubator) og fengið stuðning til að þróa, prófa og vinna áfram að hugmyndinni. Drift leggur áherslu á matvælaframleiðslu, heilbrigðislausnir, lífefnaiðnað, hugbúnað fyrir sjávarútveg og grænar lausnir.

💨 Hreyfiafl
🪑 Nýsköpunarsetur
🚀 Nýsköpunarmiðstöð
image-0
image-1
image-2
Kistan
Kistan
Kistan

Kistan er atvinnu- og nýsköpunarsetur Langanesbyggðar. Markmið þess er að skapa samfélag stofnana, fyrirtækja og frumkvöðla undir einu þaki til að styðja við atvinnuþróun og nýsköpun. Kistan er staðsett í Kistufelli sem eitt sinn hýsti Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis, en þar má nú finna opið vinnurými og fundaraðstöðu.

🚀 Atvinnu- og nýsköpunarsetur
image-0
image-1
image-2

Fab Lab

Fab Lab - Akureyri
Fab Lab - Akureyri
Fab Lab - Akureyri

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Ýmiss búnaður er til staðar m.a. laserskeri, þrívíddarprentari, stafrænir fræsarar, stafræn útsaumavél, vínylskeri, hitapressari og litaprentari fyrir textíl.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
Fab Lab - Húsavík
Fab Lab - Húsavík
Fab Lab - Húsavík

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
image-2

Styrkir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

Uppbyggingasjóður styrkir m.a. nýsköpunarverkefni á Norðurlandi eystra í samræmi við samning um sóknaráætlun landshlutans. Að jafnaði getur styrkur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis.

💰 Styrkur

Fjármögnun

Fjárfestahátíð Norðanáttar
Fjárfestahátíð Norðanáttar
Fjárfestahátíð Norðanáttar

Á fjárfestahátíðinni, sem haldin er árlega á Siglufirði, kynna sprota- og vaxtarfyrirtæki verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta. Sprota- og vaxtafyrirtæki sem leita eftir 20+ m.kr. fjármagni geta sótt um að taka þátt.

💰 Fjárfestakynningar
image-0
image-1
additional-images+2

Annað

Krubbur - Hugmyndahraðhlaup
Krubbur - Hugmyndahraðhlaup
Krubbur - Hugmyndahraðhlaup

Tveggja daga hugmyndasmiðja þar sem unnið er að lausnum sem tengjast nýtingu hráefnis sem fellur til á Húsavík. Fyrirtæki á svæðinu kynna áskoranir sínar í þeim efnum og fyrirlesarar fræða okkur um aðferðir sem nýtast við þróun og framsetningu nýsköpunarhugmynda. Vegleg verðlaun í boði.

💡 Hugmyndasmiðja
🌱 Hraðið miðstöð nýsköpunar