Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Hraðlar

Hraðlar

Á LANDSBYGGÐINNI

Hér má finna yfirlit yfir hraðla utan höfuðborgarasvæðisins. Ef þú vilt skoða alla hraðla, þá finnur þú þá hér.

Austanátt
Austanátt
Austanátt

Vaxtarrýmið Austanátt er 8 vikna ferli fyrir einstaklinga eða teymi sem vilja þróa áfram hugmyndir sem skapa verðmæti á Austurlandi. Í vaxtarrýminu gefst hugmyndasmiðum færi á að tengjast öðrum frumkvöðlum, fá ráðgjöf frá reyndum sérfræðingum og fræðslu. Vaxtarrýmið fer fram frá byrjun september til loka október 2024. Fræðsla og ráðgjöf fer fram reglulega yfir tímabilið í gegnum netið. Þátttakendur hittast þrisvar yfir tímabilið í heilan dag. Þátttaka er að kostnaðarlausu.

💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
💬 Mentora fundir
✉️ arnar@eastofmoon.com⌛️ 8 vikna hraðall💡 10 hugmyndir🗓️ Umsókn: 26. ágú 2024🔗 Sækja um
Startup Stormur
Startup Stormur
Startup Stormur

Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið. Hraðalinn er rekinn af Norðanátt og er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi. Hraðalinn fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast jafnframt þrisvar sinnum á vinnustofum.

💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
💬 Mentora fundir
image-0
image-1
additional-images+7
✉️ nordanatt@nordanatt.is⌛️ 7 vikna hraðall🗓️ Umsókn: 21. sep 2023
Startup Stormur
Startup Stormur
Startup Stormur

Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið. Hraðalinn er rekinn af Norðanátt og er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi. Hraðalinn fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast jafnframt þrisvar sinnum á vinnustofum.

💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
💬 Mentora fundir
image-0
image-1
additional-images+7
✉️ nordanatt@nordanatt.is⌛️ 7 vikna hraðall🗓️ Umsókn: 21. sep 2023
Startup Westfjords
Startup Westfjords
Startup Westfjords

Nýsköpunarhemill hjá Blábankanum fyrir frumkvöðla og skapara sem þora að fara í aðra átt. Hemillinn er fyrir sprotafyrirtæki, teymi og einstaklinga með nýsköpunarverkefni á öllum stigum, hýst á Þingeyri, Vestfjörðum. Nýsköpunarhemill er ólíkur nýsköpunarhraðli á þann veg að hann býður fólki upp á einstakt tækifæri til að staldra við, aftengjast hraða hversdagsleikans, öðlast skýrleika, einbeitingu og leyfa verkefninu að blómstra.

🧠 Gervigreind
🏠 Byggðarþróun
🧘‍♂️ Hemill
image-0
image-1
image-2
📍 Blábankinn, Þingeyri✉️ info@blabankinn.is📞 841 0470💰 Verð: 10.000 kr.🗓️ Haustið 2024👉 Einstaklingar👉 Lítil teymi
Vesturbrú
Vesturbrú
Vesturbrú

Fyrsti viðskiptahraðalinn á Vesturlandi var haldinn veturinn 2023-2024. Vesturbrú er sex vikna hraðall fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð Vesturlands. Markmið hraðalsins er að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á svæðinu og tengja saman fólk og hugmyndir. Viðskiptahraðallinn Vesturbrú er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Vesturlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja komast lengra með sín verkefni. Áætlað er að hraðallinn verði rekinn á tveggja ára fresti.

💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
💬 Mentora fundir
image-0
image-1
image-2
📍 Vesturland✉️ nyvest@nyvest.is💻 Fer að mestu fram á netinu🗓️ Stefnt að vera næst 2025