Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd

Austurland

Stuðningsumhverfi nýsköpunar á Austurlandi:

Austurland

Ráðgjöf

Austurbrú | Ráðgjöf
Austurbrú | Ráðgjöf
Austurbrú | Ráðgjöf

Landshlutasamtökin Austurbrú veita ráðgjöf til frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Austurlandi. Þessi ráðgjöf er í boði hjá öllum landshlutasamtökum í öllum landshlutum skv. samningi við Byggðastofnun. Ráðgjöfin er gjaldfrjáls á fyrstu stigum (allt að 10 tíma ráðgjöf).

💬 Ráðgjöf

Samfélagið

Eygló
Eygló
Eygló

Eygló er samstarfsverkefni um eflingu orkuskipta, orkunýtni og hringrásarhagkerfis á Austurlandi. Markmið Eyglóar er að minnka kolefnisspor Austurlands í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Eygló mun kortleggja orku- og efnisstrauma á Austurlandi og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum tiltekin verkefni.

⚡️ Orkuskipti
♻️ Hringrásarhagkerfið
🔋 Orkunýtni
image-0
image-1

Hraðlar

Austanátt
Austanátt
Austanátt

Vaxtarrýmið Austanátt er 8 vikna ferli fyrir einstaklinga eða teymi sem vilja þróa áfram hugmyndir sem skapa verðmæti á Austurlandi. Í vaxtarrýminu gefst hugmyndasmiðum færi á að tengjast öðrum frumkvöðlum, fá ráðgjöf frá reyndum sérfræðingum og fræðslu. Vaxtarrýmið fer fram frá byrjun september til loka október 2024. Fræðsla og ráðgjöf fer fram reglulega yfir tímabilið í gegnum netið. Þátttakendur hittast þrisvar yfir tímabilið í heilan dag. Þátttaka er að kostnaðarlausu.

💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
💬 Mentora fundir
✉️ arnar@eastofmoon.com⌛️ 8 vikna hraðall💡 10 hugmyndir🗓️ Umsókn: 26. ágú 2024🔗 Sækja um

Setur

 Lífmassaver Matís
 Lífmassaver Matís
Lífmassaver Matís

Í lífmassaveri Matís má finna tæknilega fullkominn vinnslubúnað sem hentar vel við þróun og framleiðslu á próteinum og olíum úr hliðarafurðum matvælavinnslu sem nýta má ýmist í fóðurgerð eða til manneldis og matvælagerðar. Lífmassaver Matís er staðsett á Neskaupsstað en hluti af því er færanlegt svo mögulegt er að flytja tækin hvert á land sem er. Slíkt er hugsað sem aukin þjónusta við innlenda matvælaframleiðendur út um allt land m.t.t. nýsköpunar og vöruþróunar.

image-0
image-1
image-2
📍 Færanlegt hvert á land sem er
✉️ stefan@matis.is📞 422 5000🔗 Búnaður

Fab Lab

Fab Lab - Austurland
Fab Lab - Austurland
Fab Lab - Austurland

Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Meðal annars má finna eftirfarandi tækjabúnað: Laserskera, vínylskera, ShopBot fræsivél, fínfræsivél, þrívíddarprentara og rafeindaverkstæði.

⚒️ Stafræn smiðja
💰 Frír aðgangur
image-0
image-1
additional-images+10

Styrkir

Uppbyggingarsjóður Austurlands
Uppbyggingarsjóður Austurlands
Uppbyggingarsjóður Austurlands

Uppbyggingasjóður styrkir m.a. nýsköpunarverkefni á Austurlandi í samræmi við samning um sóknaráætlun landshlutans. Að jafnaði getur styrkur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis, en þó að hámarki 2,5 m.kr.

💰 Styrkur
✉️ austurbru@austurbru.is📞 470 3800💰 Hámark 2,5 m.kr.🗓️ Úthlutað árlega🔗 Sækja um