Austurland
Stuðningsumhverfi nýsköpunar á Austurlandi:

Ráðgjöf
Samfélagið


Eygló er samstarfsverkefni um eflingu orkuskipta, orkunýtni og hringrásarhagkerfis á Austurlandi. Markmið Eyglóar er að minnka kolefnisspor Austurlands í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Eygló mun kortleggja orku- og efnisstrauma á Austurlandi og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum tiltekin verkefni.


Hraðlar


Vaxtarrýmið Austanátt er 8 vikna ferli fyrir einstaklinga eða teymi sem vilja þróa áfram hugmyndir sem skapa verðmæti á Austurlandi. Í vaxtarrýminu gefst hugmyndasmiðum færi á að tengjast öðrum frumkvöðlum, fá ráðgjöf frá reyndum sérfræðingum og fræðslu. Vaxtarrýmið fer fram frá byrjun september til loka október 2024. Fræðsla og ráðgjöf fer fram reglulega yfir tímabilið í gegnum netið. Þátttakendur hittast þrisvar yfir tímabilið í heilan dag. Þátttaka er að kostnaðarlausu.
Setur


Í lífmassaveri Matís má finna tæknilega fullkominn vinnslubúnað sem hentar vel við þróun og framleiðslu á próteinum og olíum úr hliðarafurðum matvælavinnslu sem nýta má ýmist í fóðurgerð eða til manneldis og matvælagerðar. Lífmassaver Matís er staðsett á Neskaupsstað en hluti af því er færanlegt svo mögulegt er að flytja tækin hvert á land sem er. Slíkt er hugsað sem aukin þjónusta við innlenda matvælaframleiðendur út um allt land m.t.t. nýsköpunar og vöruþróunar.

.png?alt=media&token=9328ab81-184f-4ca6-a6d6-78b82ec09f37)
.png?alt=media&token=0247bb21-f43b-4460-bccd-d87959e9a20a)
Fab Lab


Fab Lab er stafræn smiðja með það að markmiði að efla nýsköpun og tæknilæsi í samfélaginu. Þar er hægt að þróa nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu. Meðal annars má finna eftirfarandi tækjabúnað: Laserskera, vínylskera, ShopBot fræsivél, fínfræsivél, þrívíddarprentara og rafeindaverkstæði.